Stillingar
Hægt er að velja milli tveggja stillinga fyrir þráðlaus
staðarnet: grunngerðar eða sértækrar (ad hoc).
Grunngerðin leyfir tvær tegundir samskipta: tengingu
þráðlausra tækja um þráðlaust aðgangsstaðatæki fyrir
þráðlaust staðarnet, og tengingu þráðlausra tækja um
þráðlaust aðgangsstaðatæki fyrir snúrutengt staðarnet.
Með sértækri stillingu geta tæki sent og tekið við gögnum
beint frá hvort öðru. Upplýsingar um hvernig á að búa til
netaðgangsstað fyrir sértækt símkerfi er að finna
í „Aðgangsstaðir“ á bls. 118.