Þráðlausar staðarnetstengingar
Til að geta notað þráðlaust staðarnet þarftu að búa 
til netaðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet. Notaðu 
aðgangsstaðinn fyrir aðgerðir sem krefjast tengingar við 
internetið. Sjá „Aðgangsstaðir fyrir þráðlaust staðarnet“ 
á bls. 71.
Mikilvægt: Alltaf skal virkja eina af tiltækum
dulkóðunaraðferðum til að auka öryggi þráðlausrar 
staðarnetstengingar. Notkun dulkóðunar dregur úr 
hættunni á því að einhver fái aðgang að gögnunum 
þínum án heimildar. 
Þráðlausri staðarnetstengingu er komið á þegar þú býrð 
til gagnatengingu með því að nota netaðgangsstað. 
Þráðlausa staðarnetstengin er rofin þegar þú lokar 
gagnatengingunni. Upplýsingar um hvernig rjúfa á allar 
tengingarnar í einu, sjá „Stjórnandi tenginga“ á bls. 75.
Hægt er að nota þráðlaust staðarnet meðan á símtali 
stendur eða pakkagagnatenging er virk. Aðeins er hægt 
að tengjast við einn aðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet 
í einu, en nokkur forrit geta hins vegar notað sama 
aðgangsstaðinn.
Tengingar
71
Hægt er að nota þráðlausa staðarnetstengingu þrátt fyrir 
að sniðið 
Ótengdur
hafi verið valið. Mundu að fara að
öllum viðeigandi öryggisreglum þegar þú kemur á og notar 
þráðlausa staðarnetstengingu.
Ábending! Til að sjá MAC-vistfangið sem auðkennir
tækið þitt skaltu slá inn *#62209526# þegar tækið er 
í biðstöðu.