Handvirk samstilling
Þegar tækið hefur verið tengt við samhæfa tölvu velur
Windows Media Player handvirka samstillingu ef ekki er
nægilegt minni í tækinu. Með handvirkri samstillingu er
hægt að velja lög og spilunarlista sem á að flytja, afrita
eða eyða.
Í fyrsta skipti sem tækið er tengt þarf að slá inn nafn sem
nota skal sem heiti tækisins í Windows Media Player.
Tónlist
23
Til að flytja handvirkt val:
1
Þegar búið er að tengja tækið við
Windows Media Player skaltu velja tækið
í upplýsingaglugganum, ef fleiri en eitt tæki eru tengd.
2
Dragðu lögin eða plöturnar yfir í listagluggann til
samstillingar. Til að eyða lögum eða plötum skaltu
velja hlut á listanum og smella á Remove from list.
3
Gættu þess að listaglugginn innihaldi skrár sem þú vilt
samstilla og að nægilegt minni sé í tækinu. Smelltu
á Start Sync. til að hefja samstillinguna.