Niðurhal
Þegar þú ert orðinn áskrifandi að netvarpi, annaðhvort úr
Skráasöfn
,
Leita
eða með því að opna veffang, þá geturðu
hlaðið niður þáttum og spilað þá í
Podcasts
.
Til að sjá hvaða netvarpsþáttum þú ert áskrifandi að skaltu
velja
Podcasting
>
Podcasts
. Hægt er að sjá heiti einstakra
þátta (hver þáttur er sérstök skrá í netvarpi) með því að
velja heiti netvarpsins.
Veldu heiti þáttarins til að hlaða honum niður. Hægt er
að hlaða niður eða halda áfram að hlaða niður völdum eða
merktum þáttum með því að velja
Valkostir
>
Hlaða niður
eða
Halda niðurhali áfram
. Hægt er að hlaða niður
mörgum þáttum í einu.
Til að spila hluta af efninu meðan verið er að hlaða því
niður eða þegar búið er að hlaða niður einhverjum hluta
þess skaltu velja
Podcasts
>
Valkostir
>
Spila sýnishorn
.
Það efni sem hlaðið hefur verið niður að fullu er
í möppunni
Podcasts
en ekki er hægt að sjá það
fyrr en búið er að uppfæra tónlistarsafnið.
Valkostirnir sem eru í boði geta verið mismunandi.