Tónlistarspilari
styður skrár með endingunum .aac, .aac+,
.eaac+, .mp3, .wav og .wma.
Tónlistarspilari
styður þó ekki
öll skrársnið eða öll afbrigði skráarsniða.
Einnig er hægt að nota tónlistarspilarann til að hlusta 
á netvarpsþátt (podcast). Netvarp (podcasting) er 
aðferð til að dreifa hljóð- eða myndefni yfir internetið 
með annaðhvort RSS- eða ATOM-tækni til spilunar 
í farsímum og tölvum.
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum
hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur 
skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu 
þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur 
verið mjög mikill.
Upplýsingar um hvernig setja skal lög inn á tækið er 
að finna í „Flutningur tónlistar“, á bls. 21.
Nánari upplýsingar um höfundarréttarvarnir er að 
finna í „Stafræn réttindi“ á bls. 92.