Sími og SIM-kort
Beðið um PIN-númer
—Þegar kveikt er á þessari stillingu
er beðið um númerið í hvert skipti sem kveikt er á tækinu.
Ekki er víst að öll SIM-kort leyfi að beiðni um PIN-númer
sé gerð óvirk.
PIN-númer
,
PIN2-númer
og
Númer fyrir læsingu
—Þú
getur breytt númerinu fyrir læsingu auk PIN- og PIN2-
númeranna. Þessi númer geta aðeins innihaldið tölur
frá 0 til 9. Hafðu samband við þjónustuveituna þína ef þú
gleymir einhverjum af þessum númerum. Sjá „Útskýringar
á PIN-númerum og númerum fyrir læsingu“ á bls. 113.
Forðastu að nota aðgangsnúmer sem líkist
neyðarnúmerum, t.d. 112, til að komast hjá því að hringja
óvart í neyðarnúmer.
Sjálfvirk læsing takka
—Veldu hvort takkaborðið eigi að
læsast þegar tækið hefur ekki verið notað í tiltekinn tíma.
Ábending! Til að læsa eða taka læsingu af
takkaborðinu handvirkt skaltu ýta á lásinn.
Sjálfv. læsingartími síma
—Til að koma í veg fyrir
óleyfilega notkun er hægt að stilla sjálfvirka læsingu
á tíma. Ekki er hægt að nota læst tæki fyrr en búið er að
slá inn rétt læsingarnúmer. Veldu
Enginn
til að slökkva
á þessari stillingu.
Sjá „Útskýringar á PIN-númerum og númerum
fyrir læsingu“ á bls. 113.
Þegar tækið er læst kann að vera hægt að hringja
í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
Ábending! Til að læsa tækinu handvirkt skaltu
ýta á
. Listi yfir skipanir opnast. Veldu
Læsa síma
.
Stillingar
113
Læsa ef skipt um SIM-kort
—Þú getur látið tækið biðja
um númerið fyrir læsingu þegar óþekkt SIM-kort er sett
í það. Tækið heldur þá saman lista yfir þau SIM-kort sem
það viðurkennir sem kort eigandans.
Lok. notendahópur
—Þú getur tilgreint hóp fólks sem þú
getur hringt í og sem getur hringt í þig (sérþjónusta).
Þegar símtöl eru takmörkuð við lokaða notendahópa kann
að vera hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er
forritað í tækið.
Staðfesta SIM-þjón.
—Þú getur látið tækið birta
staðfestingarboð þegar þú notar SIM-kortsþjónustu
(sérþjónusta).