Nokia N81 - Netsímtöl

background image

Netsímtöl

Hægt er að hringja og taka á móti hringingum með
netsímaþjónustunni (sérþjónusta).

Tækið verður að vera tengt netsímaþjónustu til að hægt sé
að hringja eða taka á móti hringingu yfir internetið.

Styddu á

og veldu

Verkfæri

>

Tenging

>

Netsími

.

Til að tengjast netímaþjónustunni verður tækið að vera
innan svæðis nettengingar, svo sem þráðlauss staðarnets.

Mikilvægt: Alltaf skal virkja eina af tiltækum

dulkóðunaraðferðum til að auka öryggi þráðlausrar
staðarnetstengingar. Notkun dulkóðunar dregur úr
hættunni á því að einhver fái aðgang að gögnunum
þínum án heimildar.

Í sumum löndum, eins og t.d. Frakklandi, eru takmarkanir
á notkun þráðlausra staðarneta. Frekari upplýsingar má fá
hjá yfirvöldum á staðnum.

Það fer eftir þjónustuveitunni hvaða aðgangsstaðir eru
í boði.

Til að tengjast netsímaþjónustunni skaltu velja tiltæka
nettengingu af listanum og ýta á

. Símkerfin sem búið

er að vista eru merkt með

og birtast efst á listanum.

Til að hætta við tengingu skal velja

Hætta við

.

Þegar tekist hefur að tengjast þjónustu er hægt að vista
þráðlausa staðarnetið sem þekktan aðgangsstað.

Veldu

Valkostir

og úr eftirfarandi:

Tengjast við þjónustu

—til að koma á tengingu

við þjónustu þegar netsímaþjónusta og viðeigandi
nettengingar eru tiltækar.

Aftengjast við þjónustu

—til að rjúfa tengingu

við netsímaþjónustuna.

background image

Símtöl

100

Skipta um þjónustu

—til að velja netsímaþjónustu fyrir

upphringingar ef tækið er tengt fleiri en einni þjónustu.
Þessi valkostur birtist eingöngu ef fleiri en ein þjónusta
eru í boði.

Stilla þjónustu

—til að stilla nýja þjónustu. Þessi valkostur

birtist eingöngu ef einhver þjónusta hefur ekki verið stillt.

Vista tengingu

—til að vista símkerfið sem þú ert tengdur

við. Símkerfi sem hafa verið vistuð eru merkt með

á listanum yfir símkerfi. Þessi valkostur birtist eingöngu
ef tenging er virk við þráðlaust staðarnet sem ekki er
búið að vista.

Nota falda tengingu

—til að tengjast netsímaþjónustu um

þráðlaust staðarnet sem er falið.

Uppfæra

—til að uppfæra lista yfir tengingar handvirkt.

Þennan valmöguleika skal nota ef þráðlausa staðarnetið
þitt birtist ekki á listanum. Listinn uppfærist sjálfvirkt
á 15 sekúndna fresti.

Stillingar

—til að breyta stillingunum.

Hætta

—til að loka forritinu.

Valkostirnir sem eru í boði geta verið mismunandi.

Tækið getur einungis verið tengt einu þráðlausu staðarneti
í einu. Ef tvær eða fleiri netsímaþjónustur, sem tengjast
sama aðgangsstaðnum, eru notaðar getur tækið verið
tengt mörgum þjónustum í einu. Þjónustan sem notuð er

til upphringinga í netsíma birtist þar sem nettengingar eru
skráðar, til að breyta því skaltu velja

Skipta um þjónustu

.

Þegar þú ert tengdur við netsímaþjónustu birtist

í biðstöðu.

Hægt er að hafa flýtivísi fyrir

Netsími

á virka biðskjánum,

einnig er hægt að bæta honum við þar. Með flýtivísinum
er hægt að skrá sig handvirkt ef netsímaþjónusta og
aðgangsstaður eru í boði. Ef tenging við netsímaþjónustu
er þegar virk spyr tækið hvort þú viljir aftengjast
þjónustunni.

Til úthringingar í biðstöðu skaltu slá inn símanúmerið eða
veffangið og ýta á hringitakkann. Skipt er á milli tölustafa
og bókstafa með því að halda # inni. Til að rjúfa símtal
skaltu ýta á hætta-takkann.

Einnig er hægt að hringja úr

Tengiliðir

og

Notkunarskrá

.

Til að hringja úr

Tengiliðir

skaltu ýta á

og velja

Tengiliðir

fletta að tengiliðnum og velja

Valkostir

>

Internetsímtal

. Til að hringja úr

Notkunarskrá

skaltu ýta

á

og velja

Verkfæri

>

Notkunarskrá

>

Síðustu símtöl

og

Ósvöruð símtöl

,

Móttekin símtöl

eða

Hringd símtöl

fletta að tengiliðnum og velja

Valkostir

>

Internetsímtal

.

Ef

Netsímtal

er stillt sem tegund hringingar og tækið er

tengt netsímaþjónustu eru símtöl um internetið stillt sem
sjálfgefin.

Tækið styður símtöl um internetið (netsímtöl).
Tækið reynir fyrst og fremst að koma

background image

Símtöl

101

á neyðarsímtölum í farsímakerfum. Ef neyðarsímtal
tekst ekki í farsímakerfi reynir tækið neyðarsímtal um
þjónustuveitu internetsímtala. Vegna þeirrar útbreiðslu
sem farsímatækni hefur náð skal nota farsímakerfi fyrir
neyðarsímtöl þar sem það er hægt. Ef farsíminn er innan
þjónustusvæðis skal ganga úr skugga um að kveikt sé
á honum og að hægt sé að hringja áður en reynt er að
hringja neyðarsímtal. Möguleikinn á neyðarsímtölum um
internetið fer eftir tiltækni þráðlauss staðarnets og því
hvort þjónustuveitan hafi sett símann upp fyrir slík símtöl.
Nánari upplýsingar um neyðarsímtöl um internetið fást hjá
þjónustuveitu netsímtala.