Hugbúnaðaruppfærslur
Nokia framleiðir stundum uppfærð forrit sem geta 
innihaldið nýjar aðgerðir eða virkað betur og afkastað 
meiru. Það kann að vera hægt að biðja um þessar 
uppfærslur með Nokia Software Updater forritinu. Til að 
uppfæra hugbúnað tækisins þarf Nokia Software Updater 
forrit og samhæfa tölvu með Microsoft Windows 2000 
eða XP stýrikerfi, breiðbands-internetaðgang og 
samhæfa gagnasnúru til að tengja tækið við tölvuna.
Nánari upplýsingar um Nokia Software Updater 
forritið og niðurhal á því er að finna 
á www.nokia.com/softwareupdate eða vefsetri 
Nokia í eigin landi.
Nokia N81
18
Ef símafyrirtækið styður þráðlausar uppfærslur á forritum 
er einnig hægt að nota tækið til að biðja um uppfærslur. 
Sjá „Stjórnandi tækis“ og „Uppfærsla hugbúnaðar“ 
á bls. 76.
Ábending! Til að skoða hvaða hugbúnaðarútgáfa
er í tækinu skaltu slá inn *#0000# í biðstöðu.