Nokia N81 - Efni flutt úr öðru tæki

background image

Efni flutt úr öðru tæki

Með forritinu

Símaflutn.

er hægt að flytja efni, svo sem

tengiliði og dagbókarfærslur, milli tveggja samhæfra
Nokia-tækja um Bluetooth-tengingu.

Þegar forritið er notað í fyrsta skipti er hægt að flytja
efni frá samhæfu Nokia-tæki yfir í Nokia N81 tækið.

Það fer eftir gerð tækisins hvaða efni er hægt að flytja
úr því. Tækið lætur þig vita ef hitt tækið er ekki samhæft.

Einnig er hægt að nota forritið

Símaflutn.

án SIM-

kortsins. Ef ekki er hægt að kveikja á hinu tækinu nema
SIM-kort sé í því geturðu sett SIM-kortið þitt í það.
Ótengda sniðið er sjálfkrafa valið þegar kveikt er
á Nokia N81 tækinu án þess að SIM-kort sé í því.

Flutningur efnis

1

Til að ná í gögn af hinu tækinu í fyrsta skipti og
flytja í Nokia N81 tækið skaltu velja

Símaflutningur

í opnunarforritinu eða ýta á

og velja

Verkfæri

>

Hjálparforrit

>

Símaflutn.

.

background image

Nokia N81

13

2

Veldu

Áfram

til að láta Nokia N81 tækið leita að

Bluetooth-tækjum. Ef þú ert ekki búinn að gefa
Nokia N81 heiti ertu beðinn um að gera það. Þú
samþykkir annaðhvort sjálfgefna heitið eða velur
annað heiti.

3

Tækið kann að senda forritið

Símaflutn.

í hitt tækið

í skilaboðum.

Símaflutn.

er sett upp í hinu tækinu

með því að opna skilaboðin og fylgja leiðbeiningunum
á skjánum.

4

Veldu tækið sem flytja á efni af lista úr. Nokia N81
tækið biður þig að slá inn kóða. Sláðu inn kóða að eigin
vali (1-16 stafir) og veldu

Í lagi

. Sláðu inn sama kóða

í hitt tækið og veldu

Í lagi

. Þá eru tækin pöruð.

Sjá „Pörun tækja“ á bls. 74.

5

Veldu efnið sem þú vilt flytja.
Hægt er að hætta við flutninginn og halda honum
áfram síðar.