Nokia N81 - Stilling lýsingar og lita

background image

Stilling lýsingar og lita

Til að gera myndavélinni kleift að greina betur liti
og lýsingu eða til að bæta inn áhrifum í myndir eða
hreyfimyndir skaltu nota skruntakkann til að fletta
gegnum tækjastikuna og velja úr eftirfarandi valkostum:

Ljósgjafi

—Veldu ljósgjafa af listanum. Þetta gerir

myndavélinni kleift að endurskapa liti af meiri nákvæmni.

Leiðrétting við myndatöku

(aðeins kyrmyndir)—Ef þú ert

að taka mynd af dökkum hlut með mjög ljósum bakgrunni,
t.d. snjó, skaltu stilla lýsinguna á +1 eða jafnvel +2 vegna
birtunnar í bakgrunninum. Stilltu á -1 eða -2 ef um ljósan
hlut með dökkum bakgrunni er að ræða.

background image

My

ndav

él

57

Flassstilling

—Veldu tiltekna flassstillingu. Sjá „Flass“

á bls. 56.

Litáferð

—Veldu litáferð af listanum.

Ljósnæmi

(aðeins kyrrmyndir)—Auka skal ljósnæmið í lítilli

birtu til að minni hætta sé á að myndirnar verði ekki nógu
skarpar eða of dökkar. Myndirnar geta orðið kornóttar með
meira ljósnæmi.

Skjárinn breytist eftir því hvaða stillingar eru valdar og
sýnir hvernig lokaútkoma myndarinnar eða
hreyfimyndarinnar verður.

Hvaða stillingar eru í boði veltur á því hvaða myndavél
hefur verið valin.

Þegar myndavélinni er lokað eru sjálfgefnar stillingar
hennar valdar aftur.

Ef þú velur nýtt umhverfi kemur það í stað lita- og
birtustillinganna. Sjá „Umhverfi“ á bls. 57. Hægt er að
breyta stillingunum ef þörf krefur eftir að umhverfi hefur
verið valið.