Birtuskilyrði
Breytingar á ljósgjafa, birtumagni og áttinni sem ljósið
kemur úr geta gerbreytt ljósmyndum. Eftirfarandi eru
nokkur dæmigerð birtuskilyrði:
•
Ljósgjafi á bak við myndefnið. Forðast skal að stilla
myndefni upp fyrir framan sterkt ljós. Ef ljósgjafinn er
á bak við myndefnið eða sýnilegur á skjánum gæti
skerpa myndarinnar orðið lítil, hún gæti orðið of
dökk og birtan haft óæskileg áhrif.
•
Áhrif hliðarljóss. Sterkt hliðarljós getur bætt við
dramatískum áhrifum en því má ekki ofgera og þannig
valda of miklum birtuskilum.
•
Ljósgjafi fyrir framan myndefnið. Sterkt sólarljós
hefur þau áhrif að fólk pírir augun. Skerpan getur einnig
orðið of mikil.
•
Besta lýsingin er þegar nóg er af dreifðri, mjúkri birtu,
líkt og á björtum og hálfskýjuðum degi eða á sólríkum
degi í skugga trjáa.