Nokia N81 - Halló

background image

Halló

4

Halló

Gerð: Nokia N81-3. Hér eftir kallað Nokia N81.

Nokia N81 tækið er stútfullt af skemmtun!

Það býður upp á tónlist í góðum gæðum sem og leiki og er fágað og flott útlits með glæsilegum 2,4 tommu skjá,
sérstökum miðlunar- og leikjatökkum og frábærum hljómgæðum.

Með Nokia N81 tækinu geturðu hlustað á uppáhaldslögin þín meðan þú ert á ferðinni. Nokia Music Store* býður upp
á meira en milljón lög sem hægt er að skoða og kaupa með því að nota N81 tækið og heima með samhæfri tölvu.
Ef þér leiðist að nota snúrur skaltu koma á tengingu við samhæf víðóma heyrnartól um Bluetooth-tengingu.

Spilaðu gæðaleiki með sérstökum leikjatökkum og einstökum myndgæðum sem gefa hugtakinu „skemmtun“ alveg nýja
merkingu.

Margmiðlunarvalmyndin veitir beinan aðgang og þú getur skoðað efnið á auðveldan og fljótlegan hátt.
Prófaðu hina snjöllu takkalýsingu sem felur takkana þar til þú þarft að nota þá.

Góða skemmtun!

*Upplýsingar um aðgengi að Nokia Music Store í heimalandi þínu eru á slóðinni www.nokia.com/music.