Nokia N81 - Myndir og hreyfimyndir

background image

Myndir og hreyfimyndir

Myndir og hreyfimyndir sem hafa verið teknar með
myndavélinni eru geymdar í möppunni

Myndefni

í

Gallerí

.

Einnig er hægt að taka við myndum og hreyfimyndum
í margmiðlunarboðum, sem viðhengjum í tölvupósti eða
um Bluetooth. Til að geta skoðað móttekna kyrrmynd
eða hreyfimynd í

Gallerí

eða í Real player þarf fyrst

að vista hana.

Veldu

Gallerí

>

Myndefni

. Kyrrmyndirnar og

hreyfimyndirnar eru í röð og þeim er raðað eftir
dagsetningu. Fjöldi skránna er sýndur.

Þegar mynd er opnuð skaltu ýta á leikjatakkana næst
skjánum til að súmma hana að. Stækkunin er ekki vistuð.

Til að snúa mynd til hægri eða vinstri skaltu velja

Valkostir

>

Snúa

>

Til vinstri

eða

Til hægri

.

Mynd eða hreyfimynd er breytt með því að velja

Valkostir

>

Breyta

. Myndvinnslan opnast.

Sjá „Hreyfimyndum breytt“ á bls. 47. Sjá „Myndum breytt“
á bls. 46.

background image

Gallerí

45

Til að búa til sérsniðin myndskeið skaltu velja myndskeið
í galleríinu og síðan

Valkostir

>

Breyta

. Sjá

„Hreyfimyndum breytt“ á bls. 47.

Til að prenta út myndirnar á samhæfum prentara eða vista
þær til prentunar skaltu velja

Valkostir

>

Prenta

. Sjá

„Prentun mynda“ á bls. 49. Einnig er hægt að merkja
myndir til prentunar síðar í prentkörfu í

Gallerí

. Sjá

„Prentkarfa“ á bls. 46.

Til að bæta mynd eða hreyfimynd við albúm í galleríinu
skaltu velja

Valkostir

>

Albúm

>

Setja inn í albúm

.

Til að nota myndina sem bakgrunnsmynd skaltu velja
hana og

Valkostir

>

Nota mynd

>

Nota sem veggfóður

.

Til að eyða mynd eða hreyfimynd skaltu velja

Eyða

á tækjastikunni. Sjá „Tækjastika“ á bls. 45.

Til skipta úr

Gallerí

yfir í myndavélina skaltu ýta

á myndatökutakkann.