Samnýting á netinu
Með forritinu
Samn. á neti
er hægt að samnýta myndir
og myndskeið í samhæfum netalbúmum, á bloggsíðum eða
í annarri samhæfri samnýtingarþjónustu á netinu. Hægt er
að hlaða upp efni, vista færslur í vinnslu sem drög og halda
áfram síðar, og skoða innihald albúmsins. Það fer eftir
þjónustuveitunni hvaða tegundir efnis eru studdar.
Til að geta notað
Samn. á neti
verður þú að gerast
áskrifandi að þjónustunni hjá þjónustuveitu sem annast
slíka þjónustu. Venjulega er hægt að gerast áskrifandi að
þjónustunni á vefsíðu þjónustuveitunnar. Þjónustuveitan
gefur upplýsingar um áskrift að þjónustunni. Nánari
upplýsingar um þjónustuveitur er að finna á hjálparsíðum
á www.nseries.com/support eða vefsetri Nokia
í heimalandi þínu.
Nánari upplýsingar um forritið er að finna
á www.nseries.com/support eða vefsetri
Nokia í heimalandi þínu.