Efni úr öðrum tækjum sótt
Auk .jpg-myndanna í tækinu er hægt að flytja .jpg-myndir
og .3gp- og .mp4-hreyfimyndaskrár, .amr-hljóðskrár
og .txt-textaskrár annars staðar frá (t.d. af geisladiski,
DVD-diski eða möppum á harða diskinum) yfir í Lifeblog.
Til að setja inn hluti af samhæfri tölvu yfir í Lifeblog fyrir
tölvu þarftu að gera eftirfarandi:
1
Í
Tímalína
eða
Eftirlæti
skaltu velja File >
Import from PC.... Import-glugginn opnast.
2
Finndu myndirnar, hreyfimyndaskrárnar eða hljóð- eða
textaskrárnar á listanum, eða flettu í gegnum aðrar
möppur til að finna skrárnar sem þú vilt setja inn.
Notaðu Look in-listann til að leita á öðrum stöðum.
3
Veldu möppu, skrá eða nokkrar skrár. Hægt er að skoða
efni í glugganum Preview:.
4
Smelltu á Open til að setja inn möppuna
(þ.á m. undirmöppur hennar) eða valdar skrár.