Nokia N81 - Nokia Lifeblog

background image

Nokia Lifeblog

Til að ræsa Nokia Lifeblog í tækinu þínu skaltu styðja á

og velja

Forrit

>

Miðlar

>

Lifeblog

>

Valkostir

>

Opna

.

Lifeblog er hugbúnaður fyrir farsíma og tölvur sem heldur
margmiðlunarskrá (dagbók) yfir þá hluti sem er að finna
í tækinu. Lifeblog raðar kyrrmyndum, hreyfimyndum,
hljóði, textaskilaboðum, margmiðlunarboðum og
bloggfærslum í tímaröð sem hægt er að skoða, leita í, birta
og taka öryggisafrit af. Hægt er að nota Nokia Lifeblog
í tölvu og farsíma til að senda og birta færslur.

Lifeblog fyrir farsíma heldur sjálfkrafa utan um
margmiðlunarhlutina þína. Hægt er að nota Lifeblog
í tækinu til að skoða færslur, senda þær til annarra eða
birta þær á vefnum. Tengdu tækið við samhæfa tölvu
með samhæfri USB-snúru eða Bluetooth til að flytja
og samstilla færslur í tækinu við samhæfu tölvuna.

Með Lifeblog fyrir tölvu er hægt að skoða og leita að
færslum í tækinu á auðveldan hátt. Þegar tækið er tengt

background image

Forri

t

90

við tölvu með USB-snúru eða Bluetooth er hægt að færa
myndir, hreyfimyndir, texta og margmiðlunarboð aftur
yfir í tækið á einfaldan hátt.

Hægt er að taka öryggisafrit af Nokia Lifeblog
gagnagrunninum og setja það á harðan disk, samhæfa
geisladiska, samhæfa DVD-diska, samhæft utanáliggjandi
drif eða samhæft netdrif. Auk þess er hægt að vista
færslur á bloggi.

Til að fá nánari upplýsingar um bloggþjónustu og
samhæfni hennar við Nokia Lifeblog skaltu heimsækja
www.nokia.com/lifeblog, einnig má styðja á F1
í Lifeblog-forritinu til að opna Nokia Lifeblog Help.